Próf 202106 við Sílatjörn

Í dag fór fram veiðipróf við Sílatjörn og prófað var í öllum flokkum.

5 hundar voru í BFL og allir í einkunn, besti hundur í BFL var Breggubyggðar Yrja með 1. einkunn, eigandi Björn Hjálmarsson og stjórnandi Þorsteinn Hafþórsson

3 hundar tóku þátt í OFL og allir í einkunn, besti hundur í OFL var Ljónsthjartar Fluga með 3. einkunn, stjórnandi og eigandi Guðmundur Ragnarsson.

2 hundar tóku þátt í ÚFL-b og fékk annar einkunn, besti hundur í ÚFL-b var Altiquinn Osprey með 2. einkunn, eigandi og stjórnandi Sigurmon M. Hreinsson.

Dómari í dag var Margrét Pétursdóttir og fulltrúi HRFÍ var Sigurður Magnússon.

Þórhallur Atlason gekk með sem dómaranemi.

Prófstjóri var Gunnar Örn Arnarson.

Prófstjóri þakkar þáttakendum, dómurum og tal nú ekki um starfsmönnum kærlega fyrir daginn og sitt framlag við framkvæmd prófsins.

Kærar þakkir til styrktaraðila, Eukanuba á Íslandi, Petmark, Bendir og Veiðihúsið Sakka.

Úrslit og umsagnir er komið inná retrieversíðuna.

Takk fyrir góðan dag.

Prófstjóri

Gunnar prófstjóri, Sigurður fulltrúi, Þorsteinn og Yrja, Guðmundur og Fluga, Sigurmon og Osprey, Margrét dómari og Þórhallur dómaranemi.
Þorsteinn tekur við verðlaunum fyrir besta hund í BFL Brekkubyggðar Yrja með 1.einkunn
Guðmundur tekur við verðlaunum fyrir besta hundu í OFL Ljónshjartar Fluga með 3.einkunn
Sigurmon tekur við verðlaunum fyrir besta hund í ÚFL-b Altiquinn Osprey með 2. einkunn