Búið að opna fyrir próf 202107-08

Opnað hefur verið fyrir skráningar á næstu próf sem verða haldin 7. og 8. ágúst nk. sem verða haldin við Murneyrar og Þrándarholt.

Bjarne Holm er skráður dómari þessa daga, það er því miður enn óvissa með hvort hann kemst vegna sóttvarnareglna. Jens Magnús Jakobsson mun dæma báða dagana ef Bjarne kemst ekki.

19.júní, uppfært, Bjarne kemst ekki til að dæma prófið og er því ljóst að Jens Magnús Jakobsson mun dæma báða dagana.

Fulltrúi HRFÍ verður Halldór Björnsson

Prófstjórar eru Heiðar Sveinsson og Víðir Lárusson.

Þetta próf er að venju styrkt af Eukanuba og Petmark sem gefur öll verðlaun og að auki styðja þau sérstaklega við þetta próf.

Eins og venjulega fær besti hundur í ÚFL-b seinni daginn farandbikar “Retrieverbikarinn” gefinn af Kolkuós ræktun.