Stigahæstu hundar á veiðiprófum 2021

Eins og undanfarin ár hefur verið haldið utanum stigaskor á veiðiprófum. Núna þegar 5 af 11 áætluðum prófum eru búin er Skjaldar Castró stigahæstur með 58 stig, eigandi og stjórnandi Ævar Valgeirsson.

Aðsókn að þessum fyrstu 5 prófum er líklega metaðsókn hjá okkur. 33 hundar hafa tekið þátt og alls 88 hundar tekið próf. meðalþáttaka er 17,6 hundar í prófi sem er rúmlega einum hundi fleira en fyrstu 5 prófin í fyrra.

9 af 33 hundum eru að taka fyrstu prófin í ár fram að þessu sem er 27% það er heldur undir síðustu árum þegar árin eru tekin í heild, enda má eiga von á að nokkrir nýir bætist við.

Vinsamlega virðið viljan fyrir verkið og ef þið sjáið mistök í innslætti látið vinsamlegast vita á messenger.

Heiðar Sveinsson