Breitingar á reglum um skráningu í ættbók

Kæra retrieverfólk og ræktendur.  Í júní s.l. voru kynntar á heimasíðu HRFÍ breytingar á reglum um skráningu í ættbók breytingar við kafla 10.  Frétt um þetta er hér

Þessar breyttu reglur áttu að taka gildi frá og með 1.janúar 2021 og eiga við um heilsufar pörunardýra við pörun.  Gildistöku hefur verið frestað til 1.mars 2021

Það má finna reglurnar á heimasíðu HRFÍ undir lög og reglur sjá hér.

Stærsta breytingin fyrir ræktendur er að undaneldisdýr skuli vera DNA prófuð vegna PRA og á það við um Labrador, Golden og Nova Scotia Duck Tolling.  

Hér er afrit úr fimmta lið í kafla 10 sem tekur gildi 1.1.2021.

5. Eftirfarandi gildir um undaneldisdýr og niðurstöður DNA prófa vegna sjúkdóma nema annað sé tekið fram um einstök hundakyn: Bera má einungis nota í ræktun á móti arfhreinum hundum. Sýktir hundar eru settir í ræktunarbann. Í þeim tilvikum þar sem báðir foreldrar eru með DNA niðurstöð fríir  (Normal/Clear; N/C), telst afkvæmi arfhreint fyrir þeirri gerð (Normal/Clear by Parentage; N/C/P). DNA prófa þarf næstu kynslóð á eftir.

Þetta þýðir að undaneldisdýr sem er í dag undan foreldrum sem eru N/C/P þarf að DNA prófa fyrir PRA sem á við um þá tegund.  Greinist þeir N/C þá má rækta undan þeim og afkvæmi þeirra þurfa ekki í DNA, næsta kynslóð á eftir þarf í DNA.

Við viljum undirstrika við ykkur sem hugið að pörun að hafa þetta í huga og undirbúa ykkur í tíma. 

Hér að neðan er úrdráttur úr 9.kafla úr reglum um skráningu í ættbók sem á við um DNA próf.

9. Reglur um DNA próf

1. Sýni, hvort sem um ræðir blóð, stroku- eða annars konar sýni, skulu tekin af dýralækni.

2. Þegar DNA sýni eru tekin er gerð krafa um að varanlegt auðkenni (örmerki eða tatto) hundsins sé skoðað og staðfest af þeim dýralækni sem tekur sýnið. Auðkenni þarf einnig að koma fram á niðurstöðuvottorði frá rannsóknarstofu.

Það er því mikilvægt að hafa samband við dýralækni í tíma og skipuleggja þetta ferli.

HRFÍ gefur ekki upp rannsóknarstofur, þær eru þó nokkrar sem geta tekið þessi sýni, vænlegt að vinna það með ykkar dýralækni eða ræktanda.

Hér er dæmi um nokkrar án allrar ábyrgðar, hér er hægt að panta sýni og svo eru þau tekin hér heima af dýralækni og send út til aflestrar.

https://laboklin.com/

www.dnacenter.com

Gangi ykkur vel.

Stjórn Retrieverdeildar HRFÍ