Úrslit komin inn frá veiðiprófi 202009

Í gær lauk 2 daga prófhelgi sem var haldin í Flókadal í Borgarfirði.

Dómari var Lars Nordenhof frá Danmörku, fulltrúi HRFÍ Kjartan I. Lorange,
prófstjórar Kári Heiðdal og Vilhelm Jónsson.

Þátttaka var mjög góð og var prófað í öllum flokkum. Úrslit eru komin inná
síðuna.

Bestu hundar í flokkum voru:

·       
BFL Ljónshjarta Kjarval með 1. einkunn eigandin
Þorsteinn Þorsteinsson

·       
OFL Brekkubyggðar Þula með 2. einkunn eigandi
Þorsteinn Hafþórsson

·       
ÚFL-b Heiðarbóls Dimma með 1. einkunn eigandi
Heiðar Sveinsson.

Besti hundur seinni daginn í þessum prófum fær Retrieverbikarinn og að þessu
sinni var það Heiðarbóls Dimma.

Kærar þakkir til allra sem komu að þessum prófum, það þekkja þeir sem hafa
reynt að skipulag og vinna við tvö full próf við svona aðstæður taka mikinn
toll og þetta voru langir dagar.  Það mæðir
mest á prófstjórum og fulltrúa gjarnan við þessar aðstæður eiga þeir miklar
þakkir.  Eins var frábært að finna nú
eins og áður hvað samkennd og samvinna einkennir starf okkar og þátttakendur sýndu
hvað þeim er í mun að starfið gangi sinn gang og taka virkan þátt sem
starfsmenn þegar ekki er verið að prófa þeirra flokk. Erlendir dómarar hafa
mjög oft haft orð á því hvað þetta er skemmtilegt að upplifa og það var þannig
núna.

Kærar þakkir til samstarfsaðila deildarinnar,  Eukanuba, Acana, Final Approach, Bendir og
Hyundai.

Á myndinni eru Kári Heiðdal prófstjóri, Lars Nordenhof dómari, Þorsteinn Hafþórsson og Brekkubyggðar Þula, Heiðar Sveinsson og Heiðarbóls Dimma, Þorsteinn Þorsteinsson og Ljónshjarta Kjarval, Kjartan I. Lorange fulltrúi HRFÍ og Vilhelm Jónsson prófstjóri.