Úrslit veiðipróf 202008 við Bláfinnsvatn

Úrslit eru komin inn frá veiðiprófi dagsins við Bláfinnsvatn.

Dómari Lars Nordenhof setti upp krefjandi og skemmtileg próf í öllum flokkum. Svæðið var nokkuð erfitt yfirferðar en aðstæður annars mjög góðar.

Bestu hundar í flokkum voru í BFL Skjaldar Emma með 1.einkunn, eigandi Elmar Einarsson, í OFL Heiðarbóls Katla með 2. einkunn, eigandi Guðlaugur Guðmundsson, í ÚFL-b Huntingmate Atlas með 3.einkunn, eigandi Heiðar Sveinsson.

Elmar og Emma, Heiðar og Atlas, Guðlaugur og Katla, Lars Nordenhof og Kjartan I. Lorange