Búið að opna fyrir próf 202007

Opið er fyrir skráningu á próf 202007 sem haldið verður 25. júli n.k. við Tjarnhóla.

Dómari verður Sigurður Magnússson, fulltrúi HRFÍ Halldór Garðar Björnsson, prófstjóri Ævar Valgeirsson.

Sumarið hefur byrjað af krafti og er einstaklega gaman að sjá hvað margir byrjendur hafa tekið þátt í sumar. Vonandi heldur það áfram með sama krafti.