Prófi 202005 er lokið

Í dag fór fram próf 202005 við Sílatjörn, dómari var Sigurmon Hreinsson, fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon, prófstjórara Svava Guðjónsdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir.

Sigurmon vann vel með svæðið og setti upp krefjandi og skemmtileg próf, prófaðir voru 10 hundar í BFL, 5 hundar í OFL og 1 í ÚFL-b.

Bestu hundar í flokkum voru

BFL: Skjaldar Emma með 1.einkun eigandi og stjórnandi Elmar Einarsson

OFL: Heiðarbóls Katla með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Guðlaugur Guðmundsson

ÚFL-B BFLW-19 Heiðarbóls Dimmma með 2.einkun, eigandi og stjórnandi Heiðar Sveinsson.

Önnur úrslit fara inná heimasíðu á næstunni.

Á mynd, Sigurmon Hreinsson, Heiðarbóls Dimma og Heiðar, Guðlaugur og Heiðarbóls Katla, Elmar og Skjaldar Emma og Sigurður Magnússon