Opið fyrir próf 202005-06

Búið er að opna fyrir skráningu á próf 202005 og 202006

202005 verður haldið við Sílatjörn 4.júlí n.k. Dómari verður Sigurmon Hreinsson, fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon, prófstjórar Svava Guðjónsdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir.

202006 verður haldið við Húsafell 5.júlí n.k. Dómari verður Sigurður Magnússon, fulltrúi HRFÍ Sigurmon Hreinsson, prófstjórar Guðrún Ragnarsdóttir og Svava Guðjónsdóttir.

Þetta eru prófsvæði sem við höfum haft aðgang að í nokkur ár og eru mjög skemmtileg. Eins er tilvalið að gista í Húsafelli þar sem aðstaða er öll til fyrirmyndar.