Á fyrsta fundi ræktunarstjórnar eftir ársfund var meðal annar tekið fyrir að skipta með sér verkum.
Næsta starfsár verður verkaskipting eftirfarandi:
- Heiðar Sveinsson formaður
- Unnur Olga Ingvarsdóttir gjaldkeri
- Gunnar Örn Arnarson ritari
- Sunna Birna Helgadóttir og Óli Þór Árnason meðstjórnendur
Það er spennandi ár framundan með þéttri dagskrá. 11 veiðipróf, 1 vinnupróf (WT), deildarsýning og svo 5 sýningar á vegum HRFÍ.
Að auki eru nefndir með uppákomur, sýningarnefnd hefur haldið fræðslufund og svo eru að sjálfsögðu sýningarþjálfanir fyrir allar sýningar. Eins eru í bígerð frekari uppákomur tengdar sýningarþjálfunum. Veiðinefnd hefur haldið eitt fræðslukvöld, frekari nýliðakynningar eru í bígerð og væntanlega æfingardagar og fleira.
Ræktun hefur verið með miklum blóma undanfarin ár og er það gott því eftirspurn er mjög mikil eftir retriever hvolpum. Við í ræktunarstjórn tökum til okkar umræður frá ársfundi varðandi upplýsingar til ræktenda og vinnum að betri upplýsingagjöf á heimasíðu á næstu misserum. Ræktun er ábyrgðarhlutur og viljum við benda ræktendum á að vanda til verka áfram og kynna sér eins og kostur er heilsufar og eiginleika ræktunardýra.
Við brýnum ykkur kæru félagar að skrá ykkur til vinnu í kringum næstu sýningu þar sem það stendur nú uppá Retrieverdeild ásamt nokkrum öðrum að vinna þessi verk. Margar hendur vinna létt verk og ekki sanngjarnt að þeir sem standi í stafni í starfinu þurfi að sinna öllum verkum. Það er sannur félagsandi að taka þátt í svona verkum. Ég trúi ekki að þið kæru félagsmenn látið það vitnast að stærsta og öflugasta deild HRFÍ geti ekki útvegað fólk til að vinna á sýningum. 11-12% af öllum sem skráðir eru á sýningar eru frá þessari deild. Koma svo og flikkið ykkur á bak við Óla. hér má skrá