Opið hús veiðinefndar

Veiðinefnd retriever deildarinnar byrjar starfsárið 2020 með fræðslukvöldi fimmtudaginn 30. janúar klukkan 20:00 í sal HRFÍ, Síðumúla 15.

Dagskrá kvöldsins

  • Aðili frá Petmark, aðal styrktaraðila deildarinnar, verður með kynningu á fóðri o.fl.
  • Heiðar J. Sveinsson fer yfir það helsta sem hafa skal í huga varðandi grunnþjálfun retriever hunda.
  • Kaffi og með því.

Allir velkomnir! Hvetjum nýja retriever eigendur sérstaklega til að mæta.

Veiðinefnd.