Ársfundur Retrieverdeildar

Árfundur deildarinnar verður haldinn í Síðumúla 15 miðvikudaginn 19.febrúar n.k. og hefst kl.20.00


Verkefnið eru hefðbundin ársfundarstörf.
• Farið yfir ársskýrslu stjórnar fyrir 2019
• Farið yfir rekstarreikning fyrir 2019
• Val í nefndir
• Kosið til stjórnar Retrieverdeildar. Tvö sæti eru laus til tveggja ára.
• Önnur mál.

Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð 5 stjórnarmeðlimum og eru þeir kostnir til 2 ára, tveir og þrí í senn. Nú eru tvö sæti laus og eru það sæti Sigrúnar Guðlaugardóttur og Unnar Olgu Ingvarsdóttur. Unnur gefur kost á sér áfram.


Við hvetjum ykkur kæru félagsmenn að gefa kost á ykkur til að starfa í stjórn og nefndum deildarinnar. Það er skemmtilegt að starfa í kringum áhugamálið, styrkur okkar er að sem flestir gefi kost á sér og að þáttakendur séu með mismunandi sýn og áhuga. Þá verður starfið fjölbreyttara og meiri líkur á að það falli að fjöldanum.

Hér má sjá upplýsingar um nefndir og deildina https://www.retriever.is/deildin/


Ef það eru einhver sérstök mál sem þið viljið koma að á ársfundi til umræðu væri gott að senda erindi áður, það er ekki skylda en gefur færi á meiri umræðum.


Takið daginn frá og sjáumst hress.


Stjórn Retrieverdeildar