Dagskrá 2020

Nú liggur veiðiprófaáætlun 2020 fyrir, samþykkt af stjórn HRFÍ og öðrum sem koma að prófunum.

Eins og áður er deildin styrkt af Petmark / Eukanuba, Bendir og Hyundai, svo bætist við í ár að Final Approach sem framleiðir ýmsar vörur sem eru veiðitengdar mun verða styrktaraðili á 4 prófum ársins og Meistarakeppni.  FA mun gefa aukagjafir með til bestu hunda á prófum í hverjum flokki og að auki er hugmyndin að krydda prófin eitthvað meira, nánari útlisting þegar nær dregur.

FA og Veiðihúsi Sakka munu svo koma að Meistarakeppninn með vinninga og stemmingu sem verður klárað betur þegar nær dregur.

Eukanuba er sem fyrr stuðningsaðili á öllum prófum sumarsins og gefur verðlaunapeninga ásamt því að prófin 15. og 16. ágúst eru Eukanuba próf.

Hér undir má finna linka á styrktarðaila

Eukanuba

Bendir

Final Approach

Hyundai