Opið fyrir skráningu á próf 201909 við Húsavík

Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 201909 sem verður haldið í kringum Húsavík 20.júlí n.k.

Prófdómari verður Jens Magnús Jakobsson, prófstjóri Elías Frímann.

Það er von okkar að þessi viðbót á prófi fyrir norðan verði vel sótt af heimafólki.

Eins og fyrr eru notaðar endur og gæsir í bland við máv og svartfugl í prófinu.