Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf að færa næsta Vinnupróf sem halda átti laugardaginn 26. ágúst til þriðjudagsins 29. àgúst. Skráningafrestur hefur því verið framlengdur til 22. ágúst nk.
Category Archives: Fréttir
Næsta vinnupróf (WT ) verður haldið 26 ágúst n.k. og það er búið að opna fyrir skráningu. Prófið verður haldið við Tjarnhóla. Prófstjórar verða Þórhallur Atlason og Kristján Smárason Dómarar verða 2-5 eftir aðsókn og aðstæðum. Prófstjórar munu upplýsa þegar það er klárt. Spennandi nýjung og fyrsta prófið sem fær heilan dag, vonandi sjáum við […]
Opnað hefur verið fyrir skráningu á næsta veiðipróf 201709. Prófað verður á nýjum stað sem er við Hólmavað við Blönduós. Prófdómari verður Kjartan I. Lorange, fulltrúi HRFÍ er Sigurður Magnússon, prófstjóri Guðjón Sigurðsson. Það eru þekktir veiðimenn á norðurlandi sem koma með þennan fína stað sem verður spennandi að prófa, eins er þetta innlegg í […]
Nú að loknum 8 af 10 prófum er þetta staðan á stigaskori. Ljósavíkur Nínó hefur tekið þátt í 5 prófum og er með 48,8 stig, næst er Ljósavíkur Lotta með 42,3 stig. Samtals hafa 32 hundar tekið þátt í prófum í ár sem er heldur færra en undanfarin ár. Nýliðun er samt mjög góð og […]
Búið að opna fyrir næstu próf 201707-08 í Ölfusi og við Draugatjörn. Undanfarin ár hefur verið prófhelgi með útilegu í ágúst og er reyndar fyrir því löng hefð. Nú verður breytt útaf og verður prófhelgin á suðvesturlandi. Prófdómari verður Pål Bådsvik frá Noregi, fulltrúi HRFÍ Margrét Pétursdóttir og Sigurður Magnússon, prófstjórar verða Jens Magnús Jakobsson […]
Nú er lokið seinni degi í veiðiprófum á Deildarviðburðinum. Próf 201706 fór fram á Húsafellssvæðinu. 9 hundar tóku þátt og prófað var í BFL og ÚFL-B Prófdómari var Heidi Kvan, fulltrúi HRFÍ var Guðmundur A. Guðmundsson og prófstjórar Arnar Tryggvason og Heiðar Sveinsson. 7 hundar tóku þátt í BFL og allir í einkun, sambland af […]
Ákveðið var að birta sýningaskrá deildarsýningarinnar 2017 á rafrænu formi í ár, eins og í fyrra. Sýningaskráin er í heild sinni hér.
Úrslit frá prófin 201705 komin inn. Þátttakendur í prófinu voru 6, 4 í BFL og 2 í ÚFL-B Prófdómari var Heidi Kvan, fulltrúi HRFÍ Guðmundur A. Guðmundsson og prófstjóri Heiðar Sveinsson. Heidi setti upp skemmtilegt próf fyrir báða flokka og var gefinn góður tími á þessu frábæra prófsvæði. Öll teymi stóðu sig með mikilli prýði […]
Stjórn og sýninganefnd Retrieverdeildarinnar ákvað að hafa sýningaskrá deildarsýningarinnar rafræna í ár eins og í fyrra. Þetta er bæði gert í hagkvæmnisskyni og eins til að vernda umhverfið. Einhverjar skrár munu þó liggja frammi á sýningunni ef einhverjir þátttakendur eru ekki nettengdir. Skráin mun birtast hér rétt fyrir kl. 10:00 á laugardaginn 15. júlí, og […]
Prófdómari verður Heidi Kvan frá Noregi, fulltrúi HRFÍ verður Guðmundu A. Guðmundsson. prófstjóri Heiðar Sveinsson. Leiðarlýsingu má sjá á korti sem er hér með. Þetta eru um 130 km frá Reykjavík. Seinna próf í deildarviðburði 201706 verður haldið á hefðbundnu svæði í Húsafelli, Suðurodda svæðinu og ekið er í gegnum tjaldsvæði og verður leiðin merkt. […]