Búið að opna fyrir skráningu á próf 201709 við Blönduó

Opnað hefur verið fyrir skráningu á næsta veiðipróf 201709. Prófað verður á nýjum stað sem er við Hólmavað við Blönduós. Prófdómari verður Kjartan I. Lorange, fulltrúi HRFÍ er Sigurður Magnússon, prófstjóri Guðjón Sigurðsson. Það eru þekktir veiðimenn á norðurlandi sem koma með þennan fína stað sem verður spennandi að prófa, eins er þetta innlegg í að fara með fleiri próf nær þeim öfluga hópi áhugafólks sem hefur komið upp undanfarin ár á norðurlandi. Nafnakall verður að öllum líkindum kl.10.00 og ætti að að einfalda fyrir sunnanfólk að sækja prófið. Síðan eru auðvitað flottar veiðilendur á norðurlandi ef það hentar einhverjum að sameina veiði- og prófferð. koma svo félagar og gerum flott próf á norðurlandi og til ykkar norðlendingar, takið þessu fagnandi og fjölmennið á þennan viðburð.