Því miður þarf að aflýsa vinnuprófi sem halda átti 29. ágúst.
Category Archives: Fréttir
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf að færa næsta Vinnupróf sem halda átti laugardaginn 26. ágúst til þriðjudagsins 29. àgúst. Skráningafrestur hefur því verið framlengdur til 22. ágúst nk.
Næsta vinnupróf (WT ) verður haldið 26 ágúst n.k. og það er búið að opna fyrir skráningu. Prófið verður haldið við Tjarnhóla. Prófstjórar verða Þórhallur Atlason og Kristján Smárason Dómarar verða 2-5 eftir aðsókn og aðstæðum. Prófstjórar munu upplýsa þegar það er klárt. Spennandi nýjung og fyrsta prófið sem fær heilan dag, vonandi sjáum við […]
Opnað hefur verið fyrir skráningu á næsta veiðipróf 201709. Prófað verður á nýjum stað sem er við Hólmavað við Blönduós. Prófdómari verður Kjartan I. Lorange, fulltrúi HRFÍ er Sigurður Magnússon, prófstjóri Guðjón Sigurðsson. Það eru þekktir veiðimenn á norðurlandi sem koma með þennan fína stað sem verður spennandi að prófa, eins er þetta innlegg í […]
Nú að loknum 8 af 10 prófum er þetta staðan á stigaskori. Ljósavíkur Nínó hefur tekið þátt í 5 prófum og er með 48,8 stig, næst er Ljósavíkur Lotta með 42,3 stig. Samtals hafa 32 hundar tekið þátt í prófum í ár sem er heldur færra en undanfarin ár. Nýliðun er samt mjög góð og […]
Búið að opna fyrir næstu próf 201707-08 í Ölfusi og við Draugatjörn. Undanfarin ár hefur verið prófhelgi með útilegu í ágúst og er reyndar fyrir því löng hefð. Nú verður breytt útaf og verður prófhelgin á suðvesturlandi. Prófdómari verður Pål Bådsvik frá Noregi, fulltrúi HRFÍ Margrét Pétursdóttir og Sigurður Magnússon, prófstjórar verða Jens Magnús Jakobsson […]
Nú er lokið seinni degi í veiðiprófum á Deildarviðburðinum. Próf 201706 fór fram á Húsafellssvæðinu. 9 hundar tóku þátt og prófað var í BFL og ÚFL-B Prófdómari var Heidi Kvan, fulltrúi HRFÍ var Guðmundur A. Guðmundsson og prófstjórar Arnar Tryggvason og Heiðar Sveinsson. 7 hundar tóku þátt í BFL og allir í einkun, sambland af […]
Ákveðið var að birta sýningaskrá deildarsýningarinnar 2017 á rafrænu formi í ár, eins og í fyrra. Sýningaskráin er í heild sinni hér.
Úrslit frá prófin 201705 komin inn. Þátttakendur í prófinu voru 6, 4 í BFL og 2 í ÚFL-B Prófdómari var Heidi Kvan, fulltrúi HRFÍ Guðmundur A. Guðmundsson og prófstjóri Heiðar Sveinsson. Heidi setti upp skemmtilegt próf fyrir báða flokka og var gefinn góður tími á þessu frábæra prófsvæði. Öll teymi stóðu sig með mikilli prýði […]
Stjórn og sýninganefnd Retrieverdeildarinnar ákvað að hafa sýningaskrá deildarsýningarinnar rafræna í ár eins og í fyrra. Þetta er bæði gert í hagkvæmnisskyni og eins til að vernda umhverfið. Einhverjar skrár munu þó liggja frammi á sýningunni ef einhverjir þátttakendur eru ekki nettengdir. Skráin mun birtast hér rétt fyrir kl. 10:00 á laugardaginn 15. júlí, og […]