Úrslit úr veiðiprófi 201806 við Þrándarholt

Veiðipróf 201806 var haldið við Þrándarholt 15.júlí s.l.

Dómari var Magnus Anslokken frá Noregi, dómaranemi Jens Magnús Jakobsson og fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon.

Prófstjórar voru Arnar Tryggvason og Heiðar Sveinsson

15 hundar voru prófaðir, 5 í BFL, 6 í OFL og 4 í ÚFL-b.

Bestu hundar í flokkum voru:

Heiðarbóls Emma frá Hrafnsvík með 1.einkun í BFL, stjórnandi og eigandi Hólmfríður Kristjánsdóttir

Altiquin Osprey 1.einkun í OFL, stjórnandi og eigandi Sigurmon Hreinsson

Kolkuós Oxana Birta 1.einkun í ÚFL-b, stjórnandi og eigandi Vilhelm Jónsson

Kolkús Oxana Birta vann líka Hólabergsbikarinn fyrir hæsta stigaskor á veiðiprófi og sýningu saman.

Öll úrslit og umsagnir eru komin inná heimasíðu deildarinnar.

Prófstjórar þakka þátttöku og aðstoð við prófið og hamingjuóskir með árangurinn öll sömul sem tóku þátt.

Á mynd eru Magnus Anslokken dómari, Hólmfríður og Emma, Vilhelm og Birta og Sigurmon og Osprey