Opna veiðiæfingin sem vera átti Laugardaginn 16. Febrúar verður færð yfir á Sunnudaginn 17. Febrúar. Við ætlum að halda áfram með markeringar og verðum með dummý sem búið er að setja fuglavængi á og jafnvel fugla líka fyrir þá sem vilja prufa það. Við ætlum að byrja kl 10:30 við afleggjarann að Sólheimakoti. Sjáumst hress.
Author Archives: Kerfisstjóri
Skráningar byrja vel á veiðipróf sumarsins. Það er gott að fá þetta svona snemma inn og geta þá skipulagt sig betur yfir sumarið. Það á ekki síst við þar sem í boði eru 3 tjaldferðir á veiðipróf.
Dagskrá 2013 klár, hægt að skrá sig í próf
Önnur opna veiðiæfing deildarinnar verður laugardaginn 2. febrúar kl. 13:00 !
Retrieverdeildin mun standa fyrir prófstjóranámskeiði 16 febrúar n.k. í samvinnu við dómara og veiðinefnd.
Fyrsta taumganga ársins verður um miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 26. janúar kl. 13:00
Á laugardaginn kl.12.00 verður opin æfing á móts við afleggjarnn í Sólheimakot af Nesjavallavegi.
Fimmtudagskvöldið 10. janúar voru stigahæstu hundar deildarinnar í veiðiprófum og á sýningum ársins 2012 heiðraðir.
Fimmtudagskvöldið 10. janúar kl. 20:00 munum við heiðra stigahæstu hunda deildarinnar á sýningum og í veiðiprófum ársins 2012. Strax eftir heiðrun mun dr. Snævar Sigurðsson halda fyrirlestur um erfðasjúkdóma í hundum. Heitt verður á könnunni og við vonumst til að sjá sem flesta.
Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs og þökkum þau liðnu. Árið verður fullt viðburða, göngur, æfingar, fyrirlestrar, veiðipróf og ekki má gleyma deildarviðburðinum okkar sem haldinn verður í Húsafelli í júlí !