Heiðrun stigahæstu hunda og spennandi fyrirlestur 10. janúar

Fimmtudagskvöldið 10. janúar kl. 20:00 munum við heiðra stigahæstu hunda deildarinnar á sýningum og í veiðiprófum ársins 2012.  Strax eftir heiðrun mun dr. Snævar Sigurðsson halda fyrirlestur um erfðasjúkdóma í hundum.  Heitt verður á könnunni og við vonumst til að sjá sem flesta.