Kynning / opnar æfingar.
Næstkomandi fimmtudag þann 4. júlí klukkan 18:00-20:00 verður opið hús í Sólheimakoti. Þessi hittingur er sérstaklega ætlaður þeim sem eru að byrja í sportinu og hafa áhuga á að taka þátt í veiðiprófum. Sameiginlegur vettvangur fyrir okkur nýliðana og hitta fólk í sömu sporum.
Við byrjum þetta með því að fá fulltrúa veiðinefndar til að halda smá erindi varðandi uppsetningu og skipulag veiðiprófa. Kynning á flokkum, byrjendaflokkur, opinn flokkur og úrvalsflokkur. Hvað verið er að horfa til og hvaða kröfur eru gerðar bæði til stjórnanda og hunda.
Í framtíðinni ætlum við að bjóða upp á opnar æfingar ásamt fræðslukvöldum þar sem allir eru velkomnir.
Fyrirkomulag verður auglýst síðar.
Með von um að sjá sem flesta.
Jóhann og Kristján