Í dag var síðasta veiðipróf tímabilsins haldið við Tjarnhóla.
Stigaskorun fyrir árið liggur því fyrir.
Stighæsti hundur ársins er ISFTCH OFLW-19 FTW-20,23 Heiðarbóls Dimma með 70 stig, stjórnandi og eigandi Heiðar Sveinsson
í öðru sæti er BFLW-20 OFLW-21 Aðalbóls Ljósavíkur Amy Jazzhause með 45,1 stig, stjórnandi og eigandi Þorsteinn Hafþórsson
Í þriðja sæti er Ljónshjarta Lea með 42,8 stig, stjórnandi og eigandi Víðir Lárusson.
Þetta er búið að vera mjög gott tímabil, 12 próf með meðalþátttöku uppá tæplega 11 hunda og 33 hundar tekið þátt. 149 skráningar sem hafa lokið prófi sem er aukning um 39 síðan 2022.
í ár hafa nokkrir hundar náð árstitlum,
- Heiðarbóls Dimma bætti við sig FTW 23,
- Heiðarbóls Max náði OFLW-23
- Coolwater Ljosavikur Cono náði BFLW-23
- Klukkufells Gletta náði BFLW-23
- Brekkubyggðar Yrja náði BFLW-23
- Drakeshead Fisk Of Leacaz náði BFLW-23
- Hrafnsvíkur Drauma náði BFLW-23
- Aðalbóls Ljósavíkur Amy Jazzhause náði vinnuárangri til veiðimeistar ISFTCH
Til hamingju öll með frábært ár og þakkir fyrir góðan anda og mikinn áhuga í ár. Sérstakar þakkir til starfsfólks, dómara og prófstjóra og svo auðvitað styrktaraðila www.eukanuba.is og www.bendir.s
Sjáumst á meistarkeppninni sem verður haldin 21.október við Sólheimakot
Hér með eru stig allra hunda sem tóku þátt í ár og vinsamlega bendið á ef þið sjáið eitthvað sem hefur misfarist.