Tölfræði Veiðiprófa á Íslandi og Noregi

Eftir að ég kynntist Retrieverdeild og fór að taka þátt í prófum og öðru starfi eða í um 15 ár hef ég haft sérstakan áhuga á starfinu sem tengist veiðiprófum fyrir retriever hunda.

Allt frá þjálfun, prófum, reglum og til tölfræði í kringum próf.

Hef verið lánsamur að starfa með góðu fólki við ýmis störf og þar á meðal að uppfæra reglur til samræmis við þróun í öðrum löndum og þá oftast miðað við norsku reglurnar.  Eins verið talsvert í sambandi við íslenska og þá erlendu dómara sem hafa komið til landsins í gegnum tíðina.

Eitt sinn sem oftar var ég að flakka um síður norðurlanda klúbbana, fara yfir regluverk og fleira þá dett ég um skemmtilega tölfræði á norska vefnum undir veiði.  Sjá hér link á þessa tölfræði https://retrieverklubben.no/jakt/resultater/

Þar sem ég hef safnað saman allskonar tölfræði í gegnum árin frá veiðiprófum datt mér í hug að taka saman eitthvað svipað frá íslenskum prófum.

Eins fannst mér spennandi að bera saman það sem væri kannski samanburðarhæft eins og einkunnagjöf, próf á hund og fleira.

Fannst þetta áhugavert og skemmtilegt, eins lærdómsríkt. 

Fámennið getur litað svona samantektir og samanburð þar sem hver einstök próf geta haft meiri áhrif en þegar um fleiri próf er að ræða.   Við höfum verið með 10-12 próf á ári undanfarin ár og gjarnan fengið erlenda dómara til að dæma 4 af þeim, það er því ekki úr miklu að moða fyrir 5-6 starfandi íslenska dómara.

Ákvað því að taka samanburðin líka miðað við lengra tímabil. Það er að bera saman Ísland í 12 ár samtals 1.763 skráningar og Noreg 2021 sem eru 938 skráningar.

Í vinnu minni á síðustu 10 árum varðandi regluverk og kynni af erlendum og íslenskum dómurum hefur verið athyglisvert að fylgjast með þróun sem hefur orðið og sannarlega krefjandi fyrir okkar litla retriever samfélag að fylgja því eftir.

Ég vona að þessi litla samantekt sé áhugverð fyrir einhver ykkar og hlakka svo til komandi tímabils.  Vonast til að sjá ykkur sem flest þar.

Hér er linkur á tölfræðina Tölfræði veiðipróf 2022

Kveðja,

Heiðar Sveinsson