Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf 202207 sem haldið verður laugardaginn 9. júlí við Sílatjörn í Borgarfirði.
Dómari verður Sigurmon Hreinsson fulltrúi HRFÍ verður Kjartan I. Lorange, prófstjóri Gunnar Örn Arnarson.
Prófsvæðið við Sílatjörn er skemmtilegt og fallegt og aðkoma mjög góð.
Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba.
Aukalega verða ein útdráttarverðlaun að prófi loknu sem verða gefin af FA (Final Approach). Dregið verður úr hundum sem tóku prófið.
Starf eins og við höldum úti stendur og fellur með þátttakendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum.
Við vonumst eftir góðri skráningu, vinsamlega verið í sambandi við prófstjóra ef þið getið starfað á prófinu, eins þátttakendur sem geta unnið í öðrum flokkum.
Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com, www.bendir.is og www.fabrand.com