Staðsetning næstu próf

Næstu próf 202203 og 04 verða haldin við Tjarnhóla báða dagana. Vatnsstaða á Tjarhólum er góð í báðum tjörnum.

Tjarnhólar eru einstaklega áhorfendavænir fyrir veiðipróf og vonumst við eftir að sjá góða aðsókn.

Dómari verður Trine-lise Tryterud frá Noregi, fulltrúi HRFÍ Halldór Björnsson og prófstjóri Guðrún Ragnarsdóttir.

Eins og áður þetta sumar verður notast við „dummy“ í stað bráðar á þessum prófum.  Stjórn og veiðinefnd munu fylgjast með þróun mála varðandi fuglaflensu og tilkynna hvenær fuglar koma inn aftur.

Trine-Lise hefur góða reynslu af þátttöku og því að halda próf í Noregi og víðar. Það verður áhugavert að taka þátt og fylgjast með hennar vinnu og uppsetningum.  Í gegnum tíðina hefur það verið stór partur af starfi deildarinnar að fá erlenda dómara til að dæma fyrir okkur, gefur okkur innsýn í þróun á sportinu og veitir aðhald til okkar þar sem við höfum ekki kost á að sækja próf með okkar hundum til annarra landa.

Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba.

Aukalega verða aukaverðlaun á seinna prófinu 5.júní veitt af FA (Final Approach) fyirr besta hund í flokki.

Starf eins og við höldum úti stendur og fellur með þátttakendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum.

Við vonumst eftir góðri skráningu, vinsamlega verið í sambandi við prófstjóra ef þið getið starfað á prófinu, eins þátttakendur sem geta unnið í öðrum flokkum.

Leiðin á Tjarhóla liggur um Nesjavallaleið frá Reykjavík og er á hægri hönd þegar komið er hálfa leið uppá heiði. sjá mynd hér undir

Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com, www.bendir.is og www.fabrand.com

Prófstjóri