Búið er að opna fyrir próf 202110 og 11

Síðustu veiðipróf ársins verða 17. og 19. september nk.

Dómari verður Boye Rasmussen frá Danmörku, Boy hefur víðtæka reynslu af þjálfun og keppni með retriever hundum og er með alþjóðleg dómararéttindi.

Fulltrúi HRFÍ verður Jens Magnús Jakobsson og prófstjóri Arnar Tryggvason.

Próf 202110 verður við Draugatjörn föstudaginn 17. september.

Próf 202111 verðru við Villingavatn sunnudaginn 19.september.

Á laugardeginum verður deildarsýning Retrieverdeildar haldin í reiðhöllinni Mánagrund í Keflavík. það er því mikil retriever helgi þessa daga og sannarlega deilarviðburðar helgi.

Hólabergsbikarinn verður veittur fyrir besta skor á sýningu og seinni daginn á veiðiprófi. Til að taka þátt í því þarf að vera skráður á sýninguna og seinni daginn í prófi og taka þátt. Reglur um Hólabergsbikarinn má sjá hér

Aðsókn að veiðiprófum hefur verið mjög góð í sumar og andinn verið einstaklega góður í kringum starfið. Hlökkum til að taka þátt í þessari helgi með áhugasömu og jákvæðu hundafólki. Tækifæri til að loka skemmtilegu tímabili.

Petmark og Eukanuba gefa verðlaun að vanda og standa á bak við deildina í þessum stóra viðburði.

Arnar prófstjóri
Boy með Lesser Burdock Forest á danska Elitproven 2019 ásamt konu sinni