Meistarakeppnin 2020 færð til næsta árs

Í ljósi aðstæðna hefur veiðinefnd ákveðið að fresta meistarakeppninni í ár.

Ástandið í þjóðfélaginu býður ekki uppá uppskeruhátíð eins og hún á að vera, hertar reglur núna gera það að verkum að seinka þyrfti jafnvel þar til í lok mánaðar og það er mjög óljóst.

Dagsbirta er að styttast ansi mikið, rjúpnahelgar að skella á.  Það var því mat nefndarmanna og prófstjóra að betra væri að vonast eftir betri stöðu með hækkandi sól og taka stöðuna aftur í mars og koma þá með tillögu að tíma.

Það gefur þá tækifæri til að byrja tímabilið með trompi og sameinast á meistarakeppni, hitta félaga og undirbúa sumarið.

Við viljum nota þetta tækifæri og þakka öllum styrktaraðilum sem komu að veiðiprófum ársins,  Petmark sem selja Eukanuba og Acana fóður, Bendir sem selur allskonar hundavörur, Veiðihúsið Sakka sem flytur inn Final Approach vörur og Franchi byssur. 

Þeir sem hafa skráð sig og greitt, vinsamlega sendið kt og reikningsnúmer á retriever@retriever.is og unnurolga@hotmail.com  best væri ef þið gætuð sent greiðslukvittun og/eða upphæð með og Unnur Olga gjaldkeri greiðir ykkur til baka á næstu dögum.  

Með von um skilning og samstöðu.

Sjáumst í starfinu kæru félagar.

Veiðinefnd Retrieverdeildar HRFÍ

hér að neðan eru myndir af Franchi Affinity Companion Labrador haglabyssu