Deildarbikarinn og sýningar

Eins og áður hafði komið fram var fyrirhugað að veita Deildarbikarinn (Hólabergsbikarinn) fyrir sameiginlegan árangur á Meistarasýningu HRFÍ sem halda átti 26. september nk. og veiðiprófi 202011 sem verður haldið 27. september.

Nú hefur Meistarasýningunni verið frestað til 24. október sökum covid aðstæðna, prófið verður að óbreyttu á sínum tíma. Sjá frétt hér

Hólabergsbikarinn verður veittur þeim hundi sem skorar hæst samanlagt á sýningunni 24. október og veiðiprófinu 27. september. Markmið með bikarnum er að hvetja þátttakendur til að taka þátt í báðum viðburðum á deildarviðburði, nú er ástandið afar sérstakt og viljum við halda í markmiðið eins og við getum.

Falli sýning niður þá einfaldlega færum við bikarinn yfir á næsta ár.

Við eigum ekki kost á öðru en vinna með þessum aðstæðum og viljum við nota tækifærið og þakka þeim sem koma að viðburðum fyrir sitt framlag til að koma þeim á koppinn til að við getum notið.

Við tökum þetta saman 🙂