Próf 202011 breyting og Deildarbikarinn

Síðasta próf ársins verður við Villingavatn sunnudaginn 27.september nk.

Dómari verður Sigurmon M. Hreinsson, fulltrúi HRFÍ Margrét Pétursdóttir, prófstjóri Arnar Tryggvason. Sigurmon leysir Hávar af og Margrét leysir Sigurð af.

Deildarsýning var fyrirhuguð þann 26. september og var henni breytt í tegundarsýningu og retriever hundar sem íslenskir dómarar eru til fyrir verða dæmdir 26.september.

Deildarbikarinn (Hólabergsbikarinn) verður veittur stigahæsta hundi samtals á sýningunni og á veiðiprófinu. Reglur um hann má finna hér https://retriever.is/wp-content/uploads/2018/03/Retriever-deildarbikarinn.pdf Markmið þessara verðlauna er að hvetja retrievereigendur til að skrá á sýningu og veiðipróf og hafa undanfarin ár sýnt að allir eiga möguleika. Óvenjulegt ástand gerir það að verkum að ákveðið var að sveigja reglur aðeins til að koma á móts við þetta sjónarmið.