Allir sem rækta ættbókarfærða retriever hvolpa hjá HRFÍ geta fengið gefins góðan bækling „Til hamingju með hvolpinn“ sem er gefinn út af Retrieverdeild HRFÍ. Þetta er stutt kynning á retriever hvolpum og ummönnun þeirra fyrir byrjendur.
Þessi bæklingur var upphaflega þýddur og staðfærður af Halldóri Björnssyni, Leifi Þorvaldssyni og Sigurði Magnússyni fyrir deildina. Hann var svo yfirlesinn og staðfærður frekar 2015 við endurútgáfu af Guðmundi A. Guðmunssyni, Guðbjörgu Guðmundsdóttur, Heiðari Sveinsyni, Þórhalli Atlasyni, Þórgunni Pétursdóttur og Arnari Tryggvasyni.
Bæklingurinn er líka aðgengilegur á netinu hér á síðunni, engu að síður vitum við það sem höfum fengið hvolp að í spenningnum þegar beðið er finnst okkur gaman að glugga í svona gögn og hafa þau aðgengileg á heimilinu.
Við hvetjum alla ræktendur til að hafa samband við okkur og fá eintak til að láta fylgja með hverjum hvolpi og eins jafnvel að láta eintak til nýrra eigenda eitthvað áður en hvolpur er afhentur.
Tengiliður stjórnar er núna Óli Þór Árnason olithorarna@gmail.com, sími 8698380 og má finna upplýsingar um bæklinginn og annað varðandi ræktun á heimasíðu undir „Ræktun“
Hér er linkur á upplýsingar um bæklinginn og hann sjálfan. https://retriever.is/til-hamingju-med-hvolpinn/