Vandamál við skráningu á veiðipróf

Það er vesen á heimasíðunni og erfitt að skrá sig á próf. Það er í vinnslu hjá vefstjóra að finna út úr þessu en á meðan er þetta með þessum hætti að dettur út og inn.

Það verður opið fyrir skráningu þar til annaðkvöld vegna þessa vandræða og endilega vaktið þetta og grípið tækifærið þegar opnast.

Þið sem ætlið að skrá ykkur á veiðipróf getið líka sent mér línu á heidar@bl.is eða á messenger með nafni á hundi og ættbókarnúmeri, símanúmeri og netfangi, flokk sem þið ætlið að taka þátt í og dagsetningar. eins hver stjórnar ef það er ekki eigandi. Ég set það þá inn þegar næst gefst tími.

Það er miður að þetta sé staðan, veit að við vinnum með þessu og græjum þetta.