Þórgunnur Eyfjörð Pétursdóttir er látin

Á föstudaginn 12.júlí s.l. lést Þórgunnur Eyfjörð Pétursdóttir á Landsspítalanum.  Þórgunnur var ötul í starfi tengdu HRFÍ og þar á meðal okkar deildar Retrieverdeildar.  Hún starfaði í stjórn deildarinnar, sýningarnefnd, tók þátt í prófum, sýningum og öllum helstu viðburðum á vegum deildarinnar. 

Þórgunnur fékk sér síðan Enskan Setter og að sjálfsögðu var það tekið með sama krafti og var hún ein af stofnendum DESÍ (Deild Enska setter) og hefur verið í stjórn þar frá stofnun.

Þórgunnur var einstaklega góð í samskiptum og geislaði af henni jákvæðni og léttleiki.  Að sama skapi var mjög gott að vinna með henni í stjórn, áhugasöm, yfirveguð og fagleg í allri nálgun.  Var mikið traust að hafa hennar fagþekkingu og nálgun í stjórn deildarinnar.  Nálgun hennar á mál sem ekki var full sátt um var mjög fagleg og naut hún virðingar í því sem öðru.

Við þökkum Þórgunni hennar framlag til starfsins, blessuð sé minning hennar og vottum ættingjum hennar og vinum samúð.

Fyrir hönd Retrieverdeildar HRFÍ, stjórn Retrieverdeildar.