Búið að opna fyrir próf 201910 við Þrándarholt

Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 201910 sem haldið verður við Þrándarholt á Skeiðum, 10.ágúst n.k.

Dómari verður Jens Magnús Jakobsson, fulltrúi HRFÍ Halldór Garðar Björnsson, prófstjórar Vilhelm Jónsson og Ævar Valgeirsson.

Þetta próf er á hefðbundnum próftíma hjá deildinni og besti hundur í ÚFL-b vinnur jafnframt Retrieverbikarinn gefinn af Kolkuósræktun.

Eins og áður gefur Pet Mark, innflutningaðil af Eukanuba og Acana fóðri verðlaun fyrir bestu hunda í hverjum flokki.