Deildarsýning Retrieverdeildar HRFÍ 28. September 2019

Sýningin verður í glæsilegri reiðhöll Hestafélags Mána í Keflavík.

Það er þegar búið að opna fyrir skráningu og er skráning með sama hætti og á aðrar sýningar HRFÍ, leiðbeiningar má finna hér 

Dómari verður Gerda Groenweg frá Hollandi, hún ræktar Labrador Retriever undir nafninu Of the Barking Voices og sýnir og veiðiþjálfar sína Labrador hunda. Hún hefur réttindi til að dæma alla Retrievertegundirnar og hefur lagt sig fram um að kynna sér sérkenni Retrievertegundanna frá öllum hliðum.

Upplýsingar um ræktun Gerda er hægt að finna á www.barkingvoices.com.

Vonandi sjáum við topp skráningu og eigum skemmtilegan dag saman.