Um helgina voru haldin tvö veiðipróf við Hvammsvík í Hvalfirði.
Dómari báða dagana var Lars Norgaard, fulltrúi HRFÍ Halldór Garðar Björnsson og prófstjórara voru Gunnar Örn Arnarson og Kári Heiðdal.
Ágæt mæting var og prófað í öllum flokkum.
Bestu hundar á laugardaginn voru:
- BFL Huntingmate Atlas með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Jens Magnús Jakobsson
- OFL Aðalbós Neró með 2. einkun, eignadi og stjórnandi Hallur Lund
- ÚFL-B Ljósavíkur Nínó með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Ingólfur Guðmundsson
Bestu hundar á sunnudeginum voru:
- BFL Þula með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Þorsteinn Hafþórsson
- OFL Veiðivatna Flugan Embla með 2.einkun, eigandi Sigurbjörg Vignisdóttir, stjórnandi Sigurdór Sigurðsson
- ÚFL-B Ljósavíkur Nínó með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Ingólfur Guðmundsson,
Seinni daginn þessa helgi var einnig keppt um Hólabergsbikarinn (Deildarbikarinn) og stigahæsti hundur seinni daginn fékk hann, það var Ljósavíkur Nínó með 14 stig eigandi Ingólfur Guðmundsson.
Nú eru búin 4 próf á þessu starfsári, þetta er fyrsta árið sem í boði er að sækja um „Árstitla“ fyrir hvern flokk að uppfylltum skilyrðum sem sjá má hér
Þula í eigu Þorsteins Hafþórssonar er fyrsti hundur sem vinnur sér inn að geta sótt um þennan titil með því að hafa fengið 1.einkun hjá að minnstakosti 3 dómurum og verið valin besti hundur alla vega einu sinni.
Innilegar hamingjuóskir til allra sem tóku þátt og nutu sín með hundunum sínum um helgina.
Prófstjórar vilja koma á framfæri þakklæti til starfsmanna og þáttakenda, eins fá styrktaraðilar, Eukanuba, Bendir og Hyundai sérstakar þakkir.
Úrslit eru kominn inná heimasíðu deildarinnar.
Lars Norgaard dómari, Hallur Lund með Aðalbóls Neró, Jens Magnús Jakobsson með Huntingmate Atlas og Ingólfur Guðmundsson með Ljósavíkur Nínó
Þorsteinn Hafþórsson með Þulu, Lars Norgaard dómari, Ingólfur Guðmundsson með Ljósavíkur Nínó og Sigurdór Sigurðsson með Veiðivatna Flugan Embla.
Þorsteinn Hafþórsson með Þulu en þau hafa unnið sér rétt til að sækja um BFLW -19