Tvö próf um næstu helgi við Hvammsvík í Hvalfirði

Nú um helgina verða haldin tvö próf við Hvammsvík í Hvalfirði.

Laugardaginn 11.maí verður próf 201903 haldið og er nafnakall kl 9.00 sá háttur verður hafður á að við nafnakall verður dregið um rásröð í hverjum flokki.

Sunnudaginn 12.maí verður próf 201904 haldið og er nafnakall kl.9.00 dregið verður um rásröð aftur þennan dag.

Prófað verður í öllum flokkum og Hólabergsbikarinn sem er venjulega veittur á Deildarviðburðum verður veittur stigahæsta hundi seinni daginn á þessu prófi.  Reglur um stigagjöf og bikarinn má finna á heimasíðu Retrieverdeildar hér.

Eins og áður er tilgreint verður önd og gæs (heiðagæs og helsingi) notuð ásamt okkar hefðbundnu bráð svartfugl og máv.

Dómari verður Lars Norgaard frá Danmörku,

Fulltrúi HRFÍ Halldór G. Björnsson

Prófstjórar Gunnar Örn Arnarson 8402155 og Kári Heiðdal 8245724

Hér að neðan er leiðarlýsing frá Reykjavík að Hvammsvík.