Veiði- og vinnunámskeið

6. og 7. Júlí stendur Retrieverdeild fyrir veiði og vinnunámskeiði.

Kennari verður Heidi Kvan frá Noregi og Bjarne Holm verður henni til aðstoðar.

Heidi og Bjarne hafa langa reynslu af vinnu með hundum. Bæði hafa þau dómararéttindi og hefur Heidi dæmt tvö próf hér á landi. Heidi starfar við þjálfun og kennslu hunda hjá Meneo Hudesenter.

 

Skipulag:

Boðið verður upp á tvö stig

BFL: Hundar sem eru orðnir 12 mánaða. Frá algjörum byrjendum til hunda sem hafa tekið þátt í byrjendaflokki.

-Viðmiðunarfjöldi er 10 manns með hunda sem skipt verður í tvo hópa.

OFL eða lengra komnir:

-Viðmiðunarfjöldi er 6-8 manns með hunda.

Verð: 25.000 kr.

 

 

Takið dagana frá