Dagskrá veiði- og vinnuprófa (WT) er komin inná heimasíðu og má sjá hér.
Það er óhætt að segja að lagt sé upp með metnaðarfulla dagskrá, 13 veiðipróf og 3 vinnupróf.
Eins er prófað nýja hluti, fyrsta tveggja daga prófið með erlendum dómara er haldið í Hvammsvík í Hvalfirði í 11. og 12. maí, dómari Lars Nørgaard frá Danmörku. Næsta tveggja daga próf með erlendum dómara verður haldið norður í Eyjafirði 22. og 23.júní, dómari Øyvind Veel frá Noregi sem hefur dæmt hér áður.
það er vona veiðinefndar og stjórnar að það auki vonandi aðsókn að hafa þessi próf utan helsta sumarleyfistíma.
Síðan er bætt inn prófi við Húsavík sem norðanmenn standa að og komið á móts við það gróskumikla starf sem þar er unnið, aðrir staðir eru frekar hefðbundnir og kannski helst að nefna að ætlunin er að reyna aftur að hafa próf við Blönduós í skemmtilegu umhverfi.
Eins og sjá má á þessari dagskrá er ekki gert ráð fyrir deildarsýningu og því ekki hinum árlega deildarviðburði. Það kom fram á ársfundi að fráfarandi stjórn mat það sem svo að rétt væri að hvíla sumarsýningu á milli tveggja tvöfaldra sýninga á vegum HRFÍ, erfitt hefði verið að fá fólk til að skrá og tíminn frekar óhentugur. Það er líka svo að ekkert er óbreytanlegt og því var tekin sú ákvörðun að hvíla þennan viðburð í ár og gera hann enn veglegri 2020 á 40 ára afmæli deildarinna.
Ný stjórn er sammála því að hvíla sumarsýningu við þessar aðstæður, hins vegar hefur stjórn ákveðið að sækja um deildarsýningu sem yrði þá haldin á milli ágústsýningar og nóvembersýningar, líkleg tímasetning lok september. Þetta er enn á undirbúningsstigi og verður kynnt enn frekar þegar frágengið. Nú þarf að finna dómara, starfsfólk og staðsetningu síðan að sækja um og til heyrandi. Við erum bjartsýn á að þetta geti komið vel á móts við okkar félagsfólk og verði að vanda okkur til sóma.
Við hvetjum alla sem eiga retriever að sækja viðburði deildarinnar og HRFÍ sér til fróðleiks og gleði. Það er göfugt og skemmtilegt að eiga retriever hund, samt gefur hann svo miklu meira til okkar þegar við vinnum með honum og tökum þátt í leik og starfi með honum.
Hlökkum til að vinna með ykkur að öllum þeim viðburðum sem eru framundan.
Hér að neðan er almanak með helstu viðburðum í okkar retriever heimi 2019 og eins og sjá má er af nógu að taka þarna eru ekki inni sýningarþjálfanir sem eru planaðar fyrir allar sýningar: