Ný stjórn í Retrieverdeild HRFÍ

Á ársfundi síðasta fimmtudag var meðal annars kosin ný stjórn Retrieverdeildar.

Þannig háttaði til að óvenjumikil endurnýjun var á stjórn og komu 4 nýir aðilir inní stjórn.

Sigrún Guðlaugardóttir var í fyrri stjórn og starfar áfram með nýrri stjórn Sigrún er Labrador eigand og  stendur meðal annars að Leynigarðsræktun á Labrador.

Sunna Birna Helgadóttir kom inn í stjórn, Sunna á Golde og er ræktandi af Golden með Golden Magnificent ræktun.

Gunnar Örn Arnarson kom inn í stjórn,  Gunnar er Labrador eigandi til margra ára og hefur verið í veiðinefnd undanfarin ár.

Unnur Olga Valgeirsdóttir kom inn í stjórn, Unnur er dýralæknir, Labrador og Golden eigandi og jafnframt með Vetrarstormsræktun og ræktar bæði Labrador og Golden.

Heiðar Sveinsson kom inn í stjórn, Heiðar er Labrador eigandi og ræktandi með Heiðarbólsræktun.

 

Stjórn skipti með sér verkum í gærkvöldi, Unnur Olga verður gjaldkeri, Sigrún verður ritari, Heiðar verður formaður, Gunnar og Sunna meðstjórnendur.

Það er ljóst að við tökum við mjög góðu búi frá fráfarandi stjórn og erum þakklát fyrir það góða og fórnfúsa starf sem þau hafa lagt að mörkum.  Það er góður andi í nýrri stjórn og við hlökkum til að takast á við komandi verkefni, eins er áhugi á að bæta þar við og verða okkar áform kynnt á næstu vikum.

Ómetanlegt er að vinna með okkar sterku bakhjörlum eins og Petmark, Bendi og Hyundai og sendum við þeim kærar þakkir fyrir samstarið með ósk og von um áframhaldandi gott samstarf.

Kæru félagar í Retrieverdeild eins og marg oft hefur komið fram erum við öll deildin. Við treystum nú sem fyrr á gott bakland í þessum góða hóp, jákvæð og uppbyggileg innlegg frá ykkur og aðstoð við þau verkefni sem verða framkvæmd.

 

Með kærri kveðju,

f.h. stjórnar

Heiðar