Prófstjóranámskeið

Sjálboðaliðasarf er stór hluti af starfsemi deildar eins og okkar.  Eitt af því sem við stólum á er að stjórnun á viðburðum deildarinnar sé í samræmi við vinnureglur og lög deildarinnar.

Eitt af lykilhlutverkum er meðal annars að sinna prófstjórn á veiðiprófum og vinnuprófum (WT).  Af því tilefni er ákveðið að efna til prófstjóranámskeiðs 2.mars n.k. í húsakynnum Hyundai í Kauptúni 1.

Námskeiðið er opið þeim sem eru félagsmenn í HRFÍ og virkiri í Retrieverdeild og hafa áhuga á málefninu.

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 2.mars 2019 og hefst kl.9.00, áætlað er að því verði lokið kl.12.00.

Leiðbeinandi verður Heiðar Sveinsson

Dómarar verða á svæðinu líka til stuðning og að svara spurningum.

Mikilvægt er að vita fjölda, vinsamlega staðfestið þátttöku með því að hafa samband við Heiðar, annaðhvort í síma 8255219 eða með póstsendingu á heidar@bl.is, eins getið þið sent skilaboð á facebook.