Retrieverdeildin hélt sitt annað Hlýðnipróf í morgun. Dómari var Albert Steingrímsson, prófstjóri Erla H. Benediktsdóttir og Marta Sólveg Björnsdóttir var ritari. 4 hundar voru skráðir til leiks, einn í Brons og 3 hundar í Hlýðni-I. Sú nýbreytni var að 1.sæti fékk verðlaun sem Dýrheimar Royal Canin gáfu ásamt sínum borðum og t.h. Ljósavíkur Alda, eigandi og stjórnandi Ingibjörg Friðrikdóttir var í 1.sæti í Brons og fékk Brons merki með 146 stig. Hrísnes Kara, eigandi og stjórnandi Kristín Jóna Símonardóttir var í 1.sæti í Hlýðni-I með 1.einkun og 178,5 stig. hún vann sér með þessu rétt til að sækja um Hlýðnimeistara OB-I. Hvar er Fuglinn Lotta, eigandi og stjórnandi Viðir Lárusson fékk 175 stig of 1.einkun Bjarkar Blásól, eigandi Erla Heiðrún Benediktsdóttir, stjórnandi Anna Vigdís Gísladóttir fékk 144 stig og 2.einkun. Prófinu var síðan slitið á kaffihúsi.