Nú er lokið seinni deginum í Húsafelli og úrslit komin inn. Dómari var Ole J. Andersen frá Noregi og setti hann upp skemmtileg og krefjandi próf í öllum flokkum. 3 hundar voru í BFL, 1 í OFL og 6 í ÚFL-B. Fulltrúi HRFÍ var Kjartan I. Lorange. Prófstjórar voru Þórhallur Atlason og Heiðar Sveinsson. Seinni daginn í tvegga daga ágústprófi er keppt um Kolkuósbikarinn sem besti hundur í ÚFL-B þann dag fær. Besti hundur í BFL var Kolkuós Púma með 1. einkun, eigandi Sigurmon Hreinsson Besti hundur í OFL var Kolkuós Prati með 1. einkun, eigandi Sigurmon Hreinsson Besti hundur í ÚFL-B var Kola með 2. einkun, eigandi Heiðar Sveinsson, og hlutu þau jafnframt Kolkuósbikarinn. Helstu styrktaraðilar helgarinnar eru Dýrheimar innflutningsaðili Royal Canin á Íslandi. Eins og áður eru starfsmenn á prófum mjög mikilvægir og færum við sérstakar þakkir til Guðjóns Sigurðssonar og Vilhelms Jónssonar sem gerðu sér sérstaka ferð uppí Húsafell til að aðstoða við framkvæmd prófsins. Að sjálfsögðu þökkum við jafnframt öðrum starfsmönnum fyrir sitt framlag. á myndininn eru Kjartan Lorange fulltrúi HRFÍ, Sigurmon með Púmu og Prata, Heiðar með Kolu og Ole J. Andersen dómari.