Lokið er prófi 201602 sem var haldið við Tjarnhóla í kvöld. 9 hundar voru skráðir til leiks og voru þeir allir prófaðir á einu kvöldi. Prófdómari var Kjartan I. Lorange, dómaranemi var Hávar Sigurjónsson, fulltrúi HRFÍ var Halldór G. Björnsson og prófstjóri Kári Heiðdal. bestu hunda flokkum voru BFL Ljósavíkur Rökkvi Berg, eigandi Haraldur Þór Vilhjálmsson, OFL Kolkuós Oxana Birta , eigandi Vilhelm Jónsson og í ÚFL-B Ljósavíkur Nínó, eigandi Ingólfur Guðmundsson. Retrieverdeild þakkar starfsfólki, dómurum og þátttakendum. Dýrheimar umboðsaðilar Royal Canin veittu verðlaun og er þeim þakkað fyrir.
á mynd: Kári prófstjóri, Hávar dómaranemi, Halldór fulltrúi HRFÍ, Haraldur og Rökkvi, Vilhelm og Birta, Ingólfur og Nínó og Kjartan dómari