Heiðrun stigahæstu hunda 2015

Í dag heiðraði deildin sigahæstu retrieverhunda ársins 2015 á sýningum og í veiðiprófum. Dagskráin hófst með því að Auður Sif Sigurgeirsdóttir hélt fyrir okkur frábærann fyrirlestur um sýningarþjálfun retrieverhunda. Auður hefur langa reynslu af því að þjálfa hunda fyrir sýningar og að sýna hunda, Erindi hennar ver mjög vel uppsett og áhugavert. Síðan kom að heiðruninni sjálfri. Stigahæsti Golend Retriever var C.I.E. ISShCh Heatwave Little Miss Sunshine eigandi Steinunn Guðjónsdóttir Stigahæsti Labrador Retriever var C.I.E. ISShCh Hólabergs Famous Sport, eigandi Vignir Björnsson Stigahæsti Flat coated Retriever var ISShCh OB-I Bez-Ami´s Always My Charming Tosca eigandi Fanney Harðardóttir. Stigahæsti Nova Scotia Duck Toller Retriever var USCh Avatar´s Best Kept Secret of Pikkinokka, eigandi Lára Birgisdóttir og Björn Ólfasson Sigahæstu öldungar voru einnig heiðraðir: Stigahæsti Golden Retriever öldungur var C.I.E. ISSHCH Standelbec Gabriella eigandi Steinunn Guðjónsdóttir Stigahæsti Labrador Retriever öldungur var Bláskóga Selja eigandi Guðsteinn Eyjólfsson Stigahæsti hundur á veiðiprófum var Kolkuós Míla, eigandi Ævar Valgeirsson Á mynd eru Ævar Valgeirsson og Kolkuós Míla, Guðsteinn Eyjólfsson og Bláskóga Selja, Vignir Björnsson og Hólaberts Famous Sport, Lára Birgis og nýasti Toller lansins.