Úrslit komin inn frá prófi 201510

Komin inn úrslit frá Húsafelli á prófi 201510, prófdómari var Gitte Roed, fulltrúi HRFÍ Kjartan Lorange, prófstjórar Guðbjörg Guðmundsdóttir og þórhallur Atlason. prófaðir voru 14 hundar og 13 af þeim í einkun, prófað var í BFL og ÚFL-b. Prófsvæði var við Húsafelli í einstaklega fallegri náttúru sem fékk sannarlega að njóta sín. Besti hundur í BFL var Þula í eigu Höskuldar Ólafssonar, besti hundur í ÚFL-B var Kola í eigu Heiðars Sveinssonar og hlaut hún líka farandbikar Retrieverbikarinn gefinn af Kolkuósræktun til varðveislu í eitt ár.

Á mynd: Kjartan, Höskuldur, Þula, Gitte, Kola og Heiðar