Starf Retrieverdeildar

Hápunktar sumarstarfsins að baki, Deildarviðburður og veiðipróf. það er full ástæða til að minna á öflugt starf nefnda sem starfa undir merkjum deildarinnar. Þegar sumarið er að baki og minna er um skipulagða viðburði er ráð að gera að venju að skoða viðburðardagatal deildarinnar sem er á forsíðu heimasíðunnar. Þarna má finna alla helstu viðburði sem hafa verið skipulagðir og má nefna sýningarþjálfanir, taumgöngur, hvolpahitting, sýningar og bingó svo eitthvað sé nefnt. þessir viðburðir hafa verið vel sóttir undanfarin missieri og er aðsókn að sjálfsögðu frumskilyrði fyrir því að hægt sé að standa fyrir þessum viðburðum. Reynt verður að minna á þessa viðburði í tíma á facebook og heimasíðu til að fólk geti skipulagt sig.

Sýningarþjálfun er frábært tækifæri til að venja hunda við viðburði þar sem saman eru komin hundar og fólk. Gagnast að sjálfsögð ef á að sýna og eins er þetta frábær umhverfisþjálfun. Leiðbeinendur eru margreindir í að sýna hunda og gefa oft ráðin sem gera herlsumuninn.

Í taumgöngum gefst fólki tækifæri til að hittast með hunda og má nýta svona viðburð sem umhverfisþjálfun, líkamsþjálfun og svo auðvitað til að kynnast öðrum eigendum retrieverhunda og spjalla um það sem flestum er efst í huga við þessar aðstæður sem sagt hunda. Eins og fram kemur á upptalningu er líklegt að í starfi deilarinnar finni allir eitthvað sem hentar hverjum og einum, við hvetjum fólk til að prófa og finna sína fjöl í þessu öfluga starfi. Fyrir hönd stjórnar og nefnda Retrieverdeilar