Úrslit komin inn frá prófi 201506 við Melgerðismela

Úrslit komin inn frá seinni dagi við Melgerðismela. 15 hundar voru skráðir til leiks að Melgerðismelum í dag 21 júní 2015. 4 í BFL og besti hundur var Veiðifélaginn Garpur eigandi Stefán Hrafnsson, í OFL voru 5 hundar prófaðir og bestur í flokki var Kolkuós Ozzy, eigandi Hrafn Jóhannesson. 6 hundar voru prófaðir í ÚFL-B og besti hundur í flokki var Kola eigandi Heiðar Sveinsson.

Halldór Garðar Björnsson dæmdi prófið og fulltrúi HRFÍ var Kjartan Lorange. Kolkuós Lómur var stigahæsti hundur helgarinnar og vann þar með Ljósavíkurbikarinn sem er veittur þeim hundi sem er stigahæstur eftir bæði prófin.

Á mynd, Kjartan fulltrúi HRFÍ, Stefán og Garpur, Hrafn og Ozzy, Heiðar og Kola, Sigurmon og Lómur og Halldór dómari.