Veiðipróf við Villingavatn

Í gær 21 júlí 2012 fór fram veiðipróf við Villingavatn. Halldór Garðar Björnsson var prófdómari og setti upp að vanda skemmtilegt próf í góðu veðri á frábærum prófstað. 13 hundar voru skráðir til leiks og 11 hundar mættu til prófs. 4 í BFL, 3 í OFL og 4 í ÚFL. Bestu hundar í flokkum voru Ljósavíkur Hrói í BFL stjórnandi og eignadi Magnús Skúlason, Táta í OFL stjórnandi Ívar Guðmundsson, Copperbirch Montanus í ÚFL, stjórnandi og eignadi Sigurmon Marvin Hreinsson.