Hin árlega Laugavegsganga HRFÍ verður laugardaginn 6. október!
Category Archives: Fréttir
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga leitar eftir efnilegum unghundum til þjálfunar.
Niðurstöður ágúst sýningar HRFÍ eru komnar.
Þá er lokið síðasta veiðiprófi Retrieverdeildar HRFÍ þetta árið. Sigurmon Marvin Hreinsson dæmdi prófið og setti upp skemmtilegt próf fyrir hunda og menn við Draugatjörn.
Helgina 25. og 26. ágúst síðastliðinn var haldin alþjóðleg hundasýning HRFÍ. Úrslit hjá Retrievertegundum voru eftirfarandi:
Sýningaþjálfun verður haldin næsta þriðjudag, 21. ágúst kl. 20:00 í bílastæðahúsinu Holtagörðum. Munið eftir að taka með ykkur góða skapið, sýningatauma, nammi fyrir voffana og skítapoka. Deildin þiggur gjarnan 500 krónur frá hverjum þátttakanda fyrir þjálfuna en aurinn fer í sjóð deildarinnar. Allir eru velkomnir, en lóðatíkur eru beðnar að taka tillit til rakka og […]
Þá er lokið frábærri helgi með retriever fólki í Húsafelli og nágrenni. Idar Reinas frá Noregi dæmdi prófin sem haldin voru laugardaginn 11 ágúst próf 201209 og sunnudaginn 12 ágúst próf 201210. Halldór Garðar Björnsson var fulltrúi HRFÍ.
Nú líður að Húsafellsprófinu, tjaldstæði bíður okkar við ferðamiðstöðina í Húsafelli sjá myndi, hringur dreginn um frátekið svæði. Tvö próf verða haldin um helgina nr. 2001209 og 201210.
Að loknum 8 veiðiprófum sækjandi veiðihunda 2012 er staða stiga þannig að ISFTCH Copperbirch Montanus er í forystu með 65 stig (5 próf), Hólabergs Lovely Líf er í öðru sæti með 47 stig (7 próf) en ISFTCH The Captain“s Ljosavikur Coco í 3. sæti með 46 stig (3 próf). Þetta stefnir í spennandi endasprett! Á […]
Í gær 21 júlí 2012 fór fram veiðipróf við Villingavatn. Halldór Garðar Björnsson var prófdómari og setti upp að vanda skemmtilegt próf í góðu veðri á frábærum prófstað. 13 hundar voru skráðir til leiks og 11 hundar mættu til prófs. 4 í BFL, 3 í OFL og 4 í ÚFL. Bestu hundar í flokkum voru […]