Flugi dómara sem er að koma frá Danmörku hefur verið seinkað og ljóst að hann verður ekki kominn á hótel fyrr en um miðja nótt. Prófstjórar hafa því í samráði við dómara seinkað nafnakalli laugardaginn 11.maí til 10.30. á sunnudeginum 12.maí verður nafnakall á hefðbundnum tíma kl.9.00 Prófstjórar.
Category Archives: Fréttir
Nú um helgina verða haldin tvö próf við Hvammsvík í Hvalfirði. Laugardaginn 11.maí verður próf 201903 haldið og er nafnakall kl 9.00 sá háttur verður hafður á að við nafnakall verður dregið um rásröð í hverjum flokki. Sunnudaginn 12.maí verður próf 201904 haldið og er nafnakall kl.9.00 dregið verður um rásröð aftur þennan dag. Prófað […]
Kæru félagar, Aðalfundur HRFÍ verður haldinn 15.maí 2019 í hátíðarsal Verlsunarskóla Íslands og hefst kl.20.00, það má sjá nánari upplýsingar um hann á heimsíðu HRFÍ hér. Það er alltaf svo að ekki eiga allir heimangengt, utankjörfundaratkvæðagreiðsla er möguleg á skrifstofu HRFÍ og má sjá upplýsingar um það hér. Eitt af því sem fer fram á […]
Opið er fyrir skráningu á veiðipróf 201905 sem haldið verður við Seltjörn 1.júní n.k. Dómari verður Hávar Sigurjónsson, fulltrúi HRFÍ Sigurmon M. Hreinsson og prófstjóri Heiðar Sveinsson sími 8255219 Seltjörn er skemmtilegt prófsvæði við afleggjarann af Reykjanesbraut til Grindavíkur og er það von okkar að áframhald verði á góðum skráningum. Opið verður fyrir skráningu til […]
Opnað hefur verið fyrir skráningu á vinnupróf (WT) 221902 sem haldið verður við Straum í Straumsvík 22.maí n.k. Dómarar eru skráðir Sigurður Magnússon og Margrét Pétursdóttir. Prófstjóri Gunnar Örn Arnarson Þetta er kvöldpróf sem hentar mörgum sem ekki eiga heimangengt um helgar. Prófstjóri mun kynna nánar tilhögun og tímasetningar sem gætu meðal annars ráðist af […]
Þegar komið er frá Reykjavík (þjóðvegur 1) er afleggjarinn að Flúðum (Skeiðavegur, þjóðvegur 30) tekinn, þá beygt niður til hægri að Blesastöðum, það er ekið í gegnum hlaðið á Blesastöðum og í átt að Þjórsá, sjá myndir. Prófstjóri mun setja fána við afleggjarann að Blesastöðum til að auðkenna staðinn sem beygt er til að komast […]
Nauðsynlegt reyndist að finna nýjan prófstað fyrir næsta veiðipróf. Tjörnin sem var búið að velja við Stokkseyri reyndist vera heimavöllur álftapars sem var ekki hrifið af því að við nýttum það til veiðiprófs og stafar ógn af því fyrir hundana. Það hefur því verið fundinn nýr staður sem er við Skeiðháholt á Skeiðum og verður […]
Eitt af því sem stjórn og nefndir hafa áhuga á ásamt auðvitað vefsíðunefnd er að bæta aðgengi að upplýsingum á heimasíðu. Það er vel þegið að fá ábendingar, ef þið félagsmenn eða aðrir notendur síðunnar sjá eitthvað sem betur má fara eða færi vel á að bæta við. Vinsamlega sendið þá ábendingar á retriever@retriever.is eða […]
Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 201903-04 sem haldin verða við Hvammsvík 11.og 12. maí n.k. Dómari verður Lars Norgard frá Danmörku, fulltrúi HRFÍ verður Halldór Björnsson Gunnar Örn Arnarson og Kári Heiðdal verða prófstjórar. Skráning verður opin til miðnættis sunnudagsins 5.maí. Sú nýbreytni er í ár að viðbætist önd og gæs í bráð […]